Þriðja vinnustofa European Language Resource Coordination (ELRC) á Íslandi

Hvenær: 8. Desember 2022
Hvar: Stapi, st. 210, Háskóla Íslands
Stofnun:

The European Language Resource Coordination (ELRC) consortium

Þýðingasetur Háskóla Íslands

Máltæknin mótar margtyngda framtíð. Hún hefur þegar breytt því hvernig við notum tækin okkar, eigum í samskiptum, kaupum inn í búðum og ferðumst. Hún endurmótar stöðugt hvernig við nýtum okkur þjónustu, bæði á vegum fyrirtækja og hins opinbera. Forrit sem leiðrétta sjálfkrafa stafsetningarvillur og aðstoða við að skrifa áferðarfallegan texta, stafrænn hjálparbúnaður í farsímum sem breytir töluðu máli í ritað, vélmenni sem svara þegar við hringjum í bankann eða opinberar stofnanir, kerfi sem þýða sjálfvirkt úr erlendu tungumáli og margt annað; allt eykur þetta möguleikana í okkar daglega lífi, fyrirtækjarekstri og stjórnsýslu. En getum við fyllilega notað okkar eigið tungumál í stafrænum samskiptum? Fær tungumálið nægan stuðning og hefur það getuna til að halda í við tækniframfarir á gervigreindaröld? 

Þriðja vinnustofa European Language Resource Coordination (ELRC) mun fjalla um þessi mál og hvetja til frjórrar umræðu um stöðu og framtíðarhorfur íslenskrar máltækni. Þróunaraðilar, hugbúnaðarfyrirtæki og notendur máltækni, bæði úr einkageiranum og opinbera geiranum, deila reynslu sinni, ræða hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvaða leiðir eru færar til að umbreyta stafrænum samskiptum í margtyngdri Evrópu, með því að nýta sér máltæknina. Að lokum verður rætt hvernig málleg gögn texta og tals geta ýtt undir þróun gervigreindar.

ELRC-vinnustofan er ókeypis viðburður, en skráningar er krafist. Vinsamlegast skráðu þig hér.

Skráning á vinnustofu

Hafðu samband við skipuleggjanda vinnustofunnar á Íslandi ef þú vilt fá frekari upplýsingar: 
Gauti Kristmannsson
Prófessor í Háskóla Íslands
gautikri@hi.is

Dagskrá vinnustofu 

09:30 - 10:00  Registration
10:00 - 10:15   Gestir boðnir velkomnir og kynning
10:15 - 10:35

Sjálfvirkt þýðingarkerfi og þjónusta CEF

Vilmantas Liubinas, Directorate-General for Translation, European Commission

10:35 - 11:05  

Sameiginlegt evrópskt tungumálasvæði fyrir gögn

Monica PRETTI, Data Directorate, Directorate-General for Communications Networks, Content and Technology, European Commission

11:05 - 11:30

 Kynning á Almannarómi

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

11:30 - 11:50 Kaffihlé
11:50 - 12:30

Möguleikar máltækni og gervigreindar - hvar við erum stödd, og hvert við ættum að stefna - Máltækni á Íslandi

Pallborðsumræða:

Vilhjálmur Þorsteinsson

Hafsteinn Einarsson

Helga Ingimundardóttir

12:30 - 13:10

Máltækni fyrir opinbera geirann

Kári Örlygsson

Steinþór Steingrímsson

Þórunn Arnardóttir

13:10 - 13:50 Hádegishlé og umræður
13:50 - 14:10

Kynning á Principle

Gauti Kristmannsson

14:10 - 14:30

NLTP-verkefnið

Bjarni Barkarson

14:30 - 14:40 Samantekt og lokaorð

Data protection notice